Hraðallinn

Tæknihraðallinn er stuðningskerfi Vitvélastofnunar Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í Hátæknihraðbraut IIIM og Gervigreindarsetursins og eru tilbúnir að taka næsta skref.

Við hjálpum sprotafyrirtækjum að skilja möguleika í tækninýjungum og taka ákvarðanir með þróun nýrrar tækni. Rannsakendur okkar hafa verulega reynslu bæði í vöruþróun og háskólarannsóknum, skilja hvernig er hægt að bæta vörur sem þegar eru til, hvernig þróa má nýjar vörur, og hvað þarf að gera til að standast tímamörk í raunverulegu markaðsumhverfi. Lista yfir helstu sérþekkingarsvið má finna hér að neðan.

Catalyzing innovation and high-technology research in Iceland