Hátæknihraðbrautin

Ertu búin/n að hafa samband við Hátæknihraðbraut IIIM (Vitvélastofnun Íslands) og CADIA (Gervigreindarsetur HR)? Þátttaka í Hátæknihraðbrautinni er fyrsta skrefið fyrir sprotafyrirtæki sem vilja hraða tækniþróun sinni og afla sér upplýsinga um helstu lausnir og möguleika á sviði hátækni.

Vitvélastofnun Íslands ses. hjálpar atvinnuveginum með rannsóknir og þróun á margan hátt, m.a.: með auknu flæði fólks, hugmynda, áskorana, tækifæra og rannsóknarviðfangsefna til að auka skilvirkni og þróa nýja tækni, nýjar vörur og þjónustu.

Hefur þú spurt sjálfa/n þig einhverra þessara spurninga?

  • Eru aðferðirnar mínar ‘cutting edge’?
  • Er ég að nýta bestu leiðir sem gefast til hugbúnaðarþróunar?
  • Hvað getur gervigreindartækni gert fyrir mig?
  • Eru til betri leiðir til að leysa tæknivandamálin mín?
  • Hverjir eru helstu kostir og gallar helstu lausna?
  • Hvar finn ég sérfræðiþekkingu til að útfæra sem best tæknilegar hugmyndir mínar?
  • Hvaða styrki gæti ég sótt um fyrir verkefnið mitt?
  • Hvernig er best að vinna með öðrum við umsókn um styrki úr samkeppnissjóðum?
Ef svarið við einhverjum þessara spurninga er “já” hvetjum við þig til að hafa samband og kynna þér það sem Vitvélastofnun Íslands og Gervigreindarsetur HR hafa uppá að bjóða.

Vitvélastofnun Íslands og Gervigreindarsetur HR vilja auka veg hátækni á Íslandi. Hátæknihraðbrautin er sameiginlegt átak um að styrkja rannsóknar- og þróunarumhverfi hátæknifyrirtækja, bæði þeirra sem eru að byrja og þeirra sem eru lengra komnir, með því að byggja sterka brú milli háskólarannsókna og vöruþróunar.

Fyrir þá sem reka sprotafyrirtæki hérlendis býður Vitvélastofnun einnig upp á Hátæknihraðalinn.


Come meet with us for Coffee!
Ef þú hefur áhuga á að vita meira
hafðu samband og gríptu með okkur kaffibolla!

Sérþekking IIIM & CADIA

Software Design

• Real-time Processing
• Data Management
• Control systems
• Distributed systems
• Information Architectures
• Semantic Web
• Software networks
• Automation

Big Data

• Databases
• Optimization
• Multi-Objective Optimization
• Classification
• Data Analysis

Artificial Intelligence

• Autonomous Agents
• Speech Recognition
• Computer Vision
• Graphical Agents & Social AI
• Virtual Environments
• Augmented Realities
• Machine Learning
• Reinforcement Learning
• Multi-Task Learning
• Meta-heuristics
• Reasoning & Logic Systems
• Artificial general intelligence
• Natural Language Processing

Complex system simulations

• Finance
• Forensic Finance
• Financial/Economic Analysis
• Macro Economics
• Banking
• Software Audit
• Software Architecture
• Real Time Systems
• Behavior Analysis of Complex
Systems
• Cellular Automata
• Agent-Based Simulation

Catalyzing innovation and high-technology research in Iceland