Fyrir sprota

Hátæknihraðbrautin

Screen Shot 2016-02-05 at 3.39.30 PM

Þátttaka í Hátæknihraðbrautinni er fyrsta skrefið fyrir sprotafyrirtæki sem vilja hraða tækniþróun sinni og afla sér upplýsinga um helstu lausnir og möguleika á sviði hátækni.

bolli

Ertu búin/n að hafa samband við Hátæknihraðbraut IIIM (Vitvélastofnun Íslands) og CADIA (Gervigreindarsetur HR)? Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu samband og gríptu með okkur kaffibolla!

Vitvélastofnun Íslands ses. hjálpar atvinnuveginum með rannsóknir og þróun á margan hátt, m.a.: með auknu flæði fólks, hugmynda, áskorana, tækifæra og rannsóknarviðfangsefna til að auka skilvirkni og þróa nýja tækni, nýjar vörur og þjónustu. Hefur þú spurt sjálfa/n þig einhverra þessara spurninga?

  • Eru aðferðirnar mínar ‘cutting edge’?
  • Er ég að nýta bestu leiðir sem gefast til hugbúnaðarþróunar?
  • Hvað getur gervigreindartækni gert fyrir mig?
  • Eru til betri leiðir til að leysa tæknivandamálin mín?
  • Hverjir eru helstu kostir og gallar helstu lausna?
  • Hvar finn ég sérfræðiþekkingu til að útfæra sem best tæknilegar hugmyndir mínar?
  • Hvaða styrki gæti ég sótt um fyrir verkefnið mitt?
  • Hvernig er best að vinna með öðrum við umsókn um styrki úr samkeppnissjóðum?

Ef svarið við einhverjum þessara spurninga er “já” hvetjum við þig til að hafa samband og kynna þér það sem Vitvélastofnun Íslands og Gervigreindarsetur HR hafa uppá að bjóða.

Sérþekking IIIM & CADIA

Software Design Big Data Artificial Intelligence Complex Systems Simulations
• Real-time processing
• Data management
• Control systems
• Distributed systems
• Information architectures
• Semantic Web
• Software networks
• Virtual environments
• Augmented realities
• Large software architectures
• Automation
• Databases
• Classification
• Data analysis
• Machine learning
• Scaling
• Crypto-currency
• Fine-grained parallelization
• Map Reduce / Hadoop / etc.
• Computer vision
• Graphical agents & social AI
• Reinforcement learning
• Multi-task learning
• Meta-heuristics
• Reasoning & logic systems
• Artificial general intelligence
• Autonomous agents
• Speech recognition
• Natural language processing
• Real-time systems
• Networks
• Finance
• Forensic finance
• Financial/economic analysis
• Macro-economics
• Banking
• Software audit
• Behavior analysis of complex systems
• Cellular automata
• Agent-based simulation

Fyrir þá sem hafa tekið fyrstu skrefin með Hátæknihraðbrautinni býður Vitvélastofnun einnig upp á Hraðalinn.

 

Hraðall ikonHraðallinn

er stuðningskerfi Vitvélastofnunar Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í Hátæknihraðbraut IIIM og Gervigreindarsetursins og eru tilbúnir að taka næsta skref.

Við hjálpum sprotafyrirtækjum að skilja möguleika í tækninýjungum og taka ákvarðanir með þróun nýrrar tækni. Rannsakendur okkar hafa verulega reynslu bæði í vöruþróun og háskólarannsóknum, skilja hvernig er hægt að bæta vörur sem þegar eru til, hvernig þróa má nýjar vörur, og hvað þarf að gera til að standast tímamörk í raunverulegu markaðsumhverfi. Lista yfir helstu sérþekkingarsvið má finna hér að neðan.

Vitvélastofnun Íslands ses tekur við áskorunum úr atvinnuveginum, greinir þær og skoðar möguleika að bregðast við þeim þannig að sprotafyrirtæki geti komist fyrr áfram á þeirri braut sem þau marka sér. Starfsfólk stofnunarinnar hefur gífurlega reynslu í umsóknum í samkeppnissjóði, t.d. Tækniþróunarsjóð, og sjóði Evrópusambandsins, í skrifum viðskiptaáætlana, í gerð kostnaðaráætlana, og 
verkefnastjórnun.

Ummæli samstarfsaðila

ossur_transparent„Greining Vitvélastofnunar á gervigreind fyrir stýribúnað og skynjun gætu falið í sér áður ókannaða möguleika og þannig tryggt Össuri áframhaldandi forystu sínu sviði.“

Stoðtækjaframleiðandinn Össur er leiðandi afl á heimsvísu við að bæta hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun.

“Markmið þeirra sem starfa hjá Össuri er að hjálpa fólki að yfirstíga líkamlegar hindranir svo það geti notið sín til fulls og öðlast betra líf. Greining Vitvélastofnunar á því hvernig nota má gervigreind til að bæta stýribúnað og skynjun gervifóta og lausnir sem starfsmenn stofnunarinnar þróuðu og afhentu Össuri gætu falið í sér áður ókannaða möguleika sem nýta mætti til að ná markmiðum um aukin lífsgæði og tryggja að Össur verði áfram leiðandi á sínu sviði.”

-Magnús Oddsson, Forstöðumaður stoðtækjaþróunar hjá Össuri
Mesher_logo„Samstarfið við Vitvélastofnun er mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Mesher.“

Sprotafyrirtækið Mesher framleiðir snjallsímaforit sem hjálpa fólki að kaupa föt á netinu. Hugbúnaðurinn sem Mesher þróar byggir á háþróuðum tölvusjónar- og vitvéla algrímum.

“Auk almennrar ráðgjafar hjálpar IIIM til dæmis fyrirtækinu að setja tæknilegar áskoranir fram sem rannsóknarverkefni. Við eru með mjög áþreifanleg vandamál sem þarf að setja upp í fræðilegar rannsóknarspurningar svo hægt sé að vinna með þau í akadesmískum rannsóknum sem meðal annars geta hentað sem lokaverkefni nemenda. Samstarfið við Vitvélastofnun er því mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Mesher.”

-Emil Harðarson stofnandi Mesher

logo-Costner-landsk-2 2„Hugmynd telst hafa mikið nýsköpunargildi ef gengið er á vithins ókunna og jafnvel hins ómögulega… Vitvélastofnun mun sjá til þess að ómöguleiki geti orðið að veruleika.“

Costner ehf. varð til í kringum hugbúnað sem hjálpar til við námsmat barna í yngstu bekkjum grunnskóla.

“Vitvélastofnun átti stóran þátt í umsókn okkar í Tækniþróunarsjóð Rannís. Mikið nýsköpunargildi þarf að felast í vöru til þess að eiga kost á eins háum styrk og við fengum svo snemma í ferlinu. Hugmynd telst hafa mikið nýsköpunargildi ef gengið er á vit hins ókunna og jafnvel hins ómögulega og menn eru reiðubúnir að láta reyna á þolmörk þess sem telst eðlilegt. Vitvélastofnun mun sjá til þess að þessi ákveðni ómöguleiki getur orðið að veruleika.“

-Hilmar Eiðsson, framkvæmdastjóri Costners.

rogg_logo_transparent„Sérsniðin algrím sem Vitvélastofnun þróaði fyrir okkur gerði okkur kleyft að bjóða uppá vöru sem er hvergi annars staðar til í heiminum.“

Þekkingarfyrirtækið Rögg framleiddi í samstarfi við Vitvéla- stofnun hugbúnað sem Landhelgisgæslan hefur um borð í þyrlu sinni og getur fundið staðsetningu fólks sem er týnt á hálendi Íslands. Hugbúnaðurinn getur skilið milli lífs og dauða með því að stytta leitartíma og er sá eini sinnar tegundar í heiminum.

“Það hjálpaði okkur mikið að hafa aðgang að sérfræðingum Vitvélastofnunar. Við gátum borið undir þá víðtæk vandamál og fengið frá þeim nákvæmar tæknilegar lausnir á þeim. Sérsniðin algrím sem Vitvélastofnun þróaði fyrir okkur var hægt að setja beint í nýja vöru – sem gerði okkur kleyft að bjóða uppá vöru sem er hvergi annars staðar til í heiminum.“

-Baldvin Hansson, hugbúnaðarhönnuður hjá Rögg